Skráning og nánari upplýsingar

krít

Jóga Retreat á Krít – Endurnærandi upplifun í sól og blíðu

Komdu með okkur í einstakt jóga retreat á fallegu eyjunni Krít þar sem þú getur dýpkað jógaiðkunina þína, slakað á og fyllt á batteríin í yndislegri  náttúru. Þetta retreat er fyrir alla, óháð reynslu af jóga. Það er að sjálfsögðu mikill kostur að hafa stundað jóga áður. 

Hvað býður retreatið upp á?

  • Daglegar jógaæfingar: Hatha (Iyengar) jóga á morgnana og Restorative  jóga á kvöldin.
  • Hugleiðslustundir og öndunaræfingar.
  • Næringarríkar grænmetis máltíðir eldaðar  á staðnum úr hráefnum frá Krít.
  • Nægur tími til að njóta strandarinnar, synda í kristaltæru hafinu eða skoða fallega náttúru Krítar.

Hver er staðsetningin? Retreatið verður haldið í Chora Sfakion sem er friðsælt og fallegt lítið þorp á suður hluta eyjunnar. 

Fyrir hvern er retreatið? Retreatið er fyrir alla sem vilja slaka á, dýpka jógaiðkun sína og njóta samveru með öðrum í dásemlega nærandi umhverfi. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin(n) í jóga.

Dagskrá:

  • Morgunjóga til að vekja líkamann og hugann
  • Morgunverður úr lífrænu hráefni frá Krít.
  • Frjáls tími til að slaka á, synda í sjónum, róa á kajak, fara í göngutúr eða bara njóta útsýnisins.
  • Seinni partinn: Restorative jóga undir ólívutrjám.
  • Kvöldverður eldaður á staðnum.

Add Your Heading Text Here