Fyrir alla jógaunnendur

Asana Joga

Jóganámskeið og vinnustofur

Jóganámskeið á Krít

Við höldum reglulega jóganámskeið á vorin á eyjunni Krít. Við erum í litla sjávarþorpinu Sfakia sem er á suðurhluta eyjunnar en þar er að finna dásamlega jógaaðstöðu sem hentar þeirri iðkun sem við viljum bjóða upp á. Jóganámskeið á krít er fullkomið til að hlúa að sjálfum sér með jóga, göngum, heilnæmum mat í góðum félagsskap. Hér er lífið einfalt og svo ótrúlega fallegt og rólegt í litla þorpinu. Námskeiðið er 8 dagar þar sem við stundum jóga og hugleiðslu.  Við kennum Hatha jóga þar sem morgunntíminn er til að koma líkamanum í gang en seinni tíminn er slökun (Restorative/Nidra). Kennslan fer framm í Yoga on Crete sem býður upp á fullkomna aðstöðu til jógaiðkunnar. Flestir tímarnir eru kenndir út undir ólivutrjám en einnig er aðstaða inni ef þarf. Það er nægur tími til að skoða sig um, fara í fjallgöngu eða á ströndina á hverjum degi. Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér á staðinn. 

Asana jóga

Umsagnir nemenda

Snemma sumars 2023 var ég svo heppin að vera á vikulöngu jóganámskeiði með Unni og Bríet á bænum Sfakia á Krít. Unnur og Bríet eru frábærir kennarar sem gættu þess vel að sinna hverjum og einum á hans forsendum. Hver dagur var öðrum ólíkur og Iyengar aðferðin sem þær nota hjálpaði mér að skilja jógastöðurnar og eigin líkama mun betur. Það ríkir mjög góður andi í jógastöðinni og einstaklega notalegt að stunda jóga undir berum himni. Ekkert betra en að slaka á og íhuga undir berum himni, horfa upp í laufin, hlusta á geiturnar jarma og dúfurnar kurra. Það var síðan algjör plús að heimsækja Krít í fyrsta skipti, borgin Chanía er heillandi og Sfakia hefur líka sinn sérstaka sjarma. Sjálf gisti ég ekki í jógastöðinni heldur á hótel Elena sem er yndislegt, bæði hreint og fallegt. Kærar þakkir fyrir góða ferð Unnur og Bríet
Þórný
Jóganemandi