Fyrir alla jógaunnendur

Asana Joga

Jóganámskeið og vinnustofur

Jóganámskeið á Krít

Við höldum reglulega jóganámskeið á vorin á eyjunni Krít. Við erum í litla sjávarþorpinu Sfakia sem er á suðurhluta eyjunnar en þar er að finna dásamlega jógaaðstöðu sem hentar þeirri iðkun sem við viljum bjóða upp á. Jóganámskeið á krít er fullkomið til að hlúa að sjálfum sér með jóga, göngum, heilnæmum mat í góðum félagsskap. Hér er lífið einfalt og svo ótrúlega fallegt og rólegt í litla þorpinu. Námskeiðið er 8 dagar þar sem við stundum jóga og hugleiðslu.  Við kennum Hatha jóga þar sem morgunntíminn er til að koma líkamanum í gang en seinni tíminn er slökun (Restorative/Nidra). Kennslan fer framm í Yoga on Crete sem býður upp á fullkomna aðstöðu til jógaiðkunnar. Flestir tímarnir eru kenndir út undir ólivutrjám en einnig er aðstaða inni ef þarf. Það er nægur tími til að skoða sig um, fara í fjallgöngu eða á ströndina á hverjum degi. Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér á staðinn. 

Asana jóga

Umsagnir nemenda

“Að byrja stunda Yoga hjá Bríeti og Unni hefur breytt lífi mínu. Tímarnir eru mjög skemmtilegir og kennararnir frábærir, passa vel uppá að við beytum likamanum rétt og fáum sem mest út úr tímunum. Er ég er mun liðugri og styrkari enn ég var og hlakka alltaf til tímanna og fer alltaf heim full af orku”
Tone
Jóganemandi
“Jóga er ekki bara jóga. Ég hafði aldrei fundið mig í jóga fyrr en ég kynntist tímunum hjá Asana joga. Þar næ ég að vinda ofan af áreiti og álagi, sem stuðlar að jafnvægi í mínu lífi og starfi. Ég hef haft þessa tíma í forgangi hjá mér undanfarin ár og mun gera það áfram. Mæli með!”
Harpa
Jóganemandi
“Jógatímarnir hjá Unni og Bríeti er eins og að vera í einkatíma, önnur þeirra kennir og hin fylgist með að allir séu að gera æfingarnar rétt og aðstoðar þá sem þess þurfa. Að æfa hjá Asanajóga er dásemd. Kennararnir eru mjög færir og duglegir við að aðstoða hvern nemanda í að ná hámarksárangri á sínum eigin forsendum. Ég hef lengi stundað jóga en það var ekki fyrr en ég fór að æfa hjá Asanajóga að ég virkilega lærði jóga. Kennararnir eru afar færir í að hjálpa hverjum nemanda að öðlast hámarksárangur í tímanum á forsendum hvers nemanda. Ég elska þann árangur sem ég fæ með jógaiðkun minni hjá Unni og Bríeti.”
Sía
Jóganemandi
“Ég hafði nokkrum sinnum prófað að fara á yoga námskeið en gat ekki gert æfingarnar / stöðurnar. Það var svo algjör heppni að byrja hjá Briet og Unni í Asana yoga. Þær kenna stöðurnar mjög vel og fleiri en eina aðferð til að ná sem mestu út úr hverri æfingu / stöðu. Framfarirnar eru ótrúlegar og það besta að verkir eins og t.d. bakverkur og verkur í hné minnkuðu og hurfu að lokum alveg! Og svo er þetta bara svo skemmtilegt :)” Sveinbjörg
Sveinbjörg
Jóganemandi
Snemma sumars 2023 var ég svo heppin að vera á vikulöngu jóganámskeiði með Unni og Bríet á bænum Sfakia á Krít. Unnur og Bríet eru frábærir kennarar sem gættu þess vel að sinna hverjum og einum á hans forsendum. Hver dagur var öðrum ólíkur og Iyengar aðferðin sem þær nota hjálpaði mér að skilja jógastöðurnar og eigin líkama mun betur. Það ríkir mjög góður andi í jógastöðinni og einstaklega notalegt að stunda jóga undir berum himni. Ekkert betra en að slaka á og íhuga undir berum himni, horfa upp í laufin, hlusta á geiturnar jarma og dúfurnar kurra. Það var síðan algjör plús að heimsækja Krít í fyrsta skipti, borgin Chanía er heillandi og Sfakia hefur líka sinn sérstaka sjarma. Sjálf gisti ég ekki í jógastöðinni heldur á hótel Elena sem er yndislegt, bæði hreint og fallegt. Kærar þakkir fyrir góða ferð Unnur og Bríet
Þórný
Jóga á Krít