Jóga á Krít

Skráning í jógaretreat 24-31. maí 2025 á Krít

Athugið að skráning er bindandi. Staðfestingargjald þarf að greiða við skráningu til þess að hægt sé að tryggja plássið. Aðeins 12 pláss í boði.

ATH flug og ferðir til og frá jógaretreatinu eru ekki innifalin í verði.

Ef gengið er að fullu frá skráningu og greiðslu fyrir 1. desember fæst 10.000kr afsláttur. 

Athugið það er fullt í ferðina í vor 2025.

Skilmálar

Greiða þarf kr. 35.000 í staðfestingargjald sem er ekki endurgreitt ef þátttakandi hættir við ferðina. Ef viðkomandi fær annan aðila til að taka sitt pláss er það sjálfsagt og fær þá endurgreitt. Greiða þarf að fullu fyrir 12. apríl 2025. Ef hætt er við ferðina minna en 8 vikum fyrir ferðina er 50% endurgreitt. Ef hætt er við ferðina minna en 4 vikum fyrir ferðina er ekki hægt að endurgreiða.

 

Gisting og verð

Hægt er að velja um gistingu annars vegar í jógahúsinu eða á hóteli í grenndinni. Gistingin í jógahúsinu saman stendur af 3 herbergjum þar sem tveir eða þrír gista saman í herbergi. Öll herbergi eru með eigin baðherbergi. Jógahúsið er ákaflega sjarmerandi gamalt steinhús þar sem lögð hefur verið áhersla á að halda í gamla stílinn. Fyrir þig sem óskar eftir að gista ein/einn í herbergi getum við boðið þér að gista á hóteli skammt frá (sjá nánar hér undir). Við borðum saman morgun og kvöldverð í jógahúsinu óháð hvar þú gistir.

Herbergi 1. "Timían" - í Jógahúsinu

þETTA HERBERGI ER UPPSELT

Herbergið er á jarðhæð með 2 rúmum.  Eigið klósett og sturtuaðstaða. Herbergið er 35 m2.

Mjög þægileg og rúmgóð gistiaðstaða með gott aðgengi beint í garðinn með dásamlegu útsýni yfir hafið. Herbergið er með loftkælingu.

ATH. þetta er 2ja manna herbergi.

Verð: kr 184500.- á mann. 

Herbergi 2, "Nería" í jógahúsinu

1 PLÁSS LAUST 

Herbergið er á annarri hæð með 3 rúmum. Eigið klósett og sturtuaðstaða. Herbergið er með mjög stórum svölum með útsýni yfir bæinn og hafið. það er 35 m2 á stærð.

ATH. þetta er 3ja manna herbergi.

Herbergi 3 "Princess"

UPPSELT

Herbergið er á annarri hæð með 1 tvíbreiðu rúmi og hentar best fyrir par eða góðar vinkonur. Eigið klósett og sturtuaðstaða en einungis er tauhengi sem skilrúm. Herbergið er 35 m2. Stórar svalir og útsýni yfir bæinn og sjóinn.

Verð: kr. 184500.- á mann.

Einnig er hægt að gista á hóteli – UPPSELT

Annars vegar er það 4 Seasons Hótel sem er einfalt 3ja stjörnu hótel mjög nálægt Jógahúsinu. Hins vegar er hægt að gista á Elena sem er 4ja störnu hótel sem er í um 7 mín. göngu fjarlægð frá Jógahúsinu. 

Tveggja manna herbergi:

  • 4 Seasons kr. 172.500.- á mann Uppselt
  • Elena kr. 185.250.- á mann 

Eins manns  herbergi:

  • 4 Seasons kr. 187.500.- á mann Uppselt
  • Elena kr. 234.750.- á mann