Flestir flúga til Chania og gista þar í eina eða fleiri nætur. Við höfum venjulega fengið minibus til að sækja okkur í Chania til að keyra okkur yfir til Hora Sfakia. Aksturinn tekur um 1,5 klst. Mjög falleg leið yfir fjöllin og góð leið til að kynnast aðeins áður en við hefjum jógaiðkunina saman. Verðið hefur verið um 15-20 evrur (báðar leiðir).
Margir nýta sér google flight til þess að finna besta flugið á besta verðinu. Athugaðu að stundum eru ferðaskrifstofur líka að selja stök flugsæti. T.d. haf Heimsferðir verið með hentugar dagsetningar með beint flug til Chania.
Morgunjóga og hugleiðsla (2,5 klst)
Dagurinn hefst á nærandi morgunjóga kl. 8:30 – 11:00 sem byggir á Hatha/Iyengar jógahefðinni. Þessar 2,5 klukkustundir leggja áherslu á:
Eftir hugleiðslu gefum við okkur 5–10 mínútur í skrif þar sem við opnum hugann og skráum niður allt sem kemur upp í hugann. Þetta ferli:
Síðdegis restorative jóga (1,5 klst)
Seinni part dagsins kl. 17:30 – 19:00 er tileinkaður róandi restorative jóga, þar sem við lærum og upplifum:
Fræðsla um líkamann og taugakerfið
Á meðan á ferðinni stendur verður fræðsla samþætt í jógaiðkunina þar sem við ræðum:
Markmið ferðinnar
Með þessari blöndu af virkni, slökun, morgunskriftum og fræðslu er markmiðið að veita þér verkfæri til að bæta líkamlega og andlega líðan, styrkja sjálfsvitund og njóta alls þess sem Krít hefur upp á að bjóða í rólegu og nærandi umhverfi.
Við hlökkum til að sjá þig og fylgja þér í þessari einstöku upplifun! 🧘♀️📝✨
asana.heilsa@gmail.com
+7741192
Allur réttur áskilin