Praktískar upplýsingar

Innifalið í verði

  • Gisting 7 nætur.
  • morgunmatur 7 morgna Kvöldmatur 5 kvöld
  • Dagleg hugleiðsla, yoga 2x á dag (nema fyrsta og síðasta dag – þá 1x)
  • Aðgengi að yogasal og búnaði
  • Skipt á lökum x1 (fyrir þá sem gista í jógahúsinu)
  • Aðgengi að eldhúsi og möguleiki á að fá að þvo þvott í þvottavél
  • Handklæði og strandhandklæði

Ekki innifalið í verði

  • Flug (ath. mögulega er þörf á auka gistingu vegna millilendinga þar sem ekki er víst að hægt sé að fá beint flug)
  • Ferðir til/frá flugvelli
  • 2 kvöldverðir á veitingastöðum
  • kostnaður við leigubíla/rútur
  • Kostnaður við skoðunarferðir (leigubílar og aðgangur að t.d. Imbros gljúfri)
  • Annar matur en það sem er boðið upp á
  • Við höfum venjulega safnað saman þjórfé fyrir kokkinn okkar – það er auðvitað ekki skylda en við höfum verið svo ánægð með matinn að allir hafa viljað bjóða þjórfé í lokin.

Flestir  flúga til Chania og gista þar í eina eða fleiri nætur. Við höfum venjulega fengið minibus til að sækja okkur í Chania til að keyra okkur yfir til Hora Sfakia. Aksturinn tekur um 1,5 klst.  Mjög falleg leið yfir fjöllin og góð leið til að kynnast aðeins áður en við hefjum jógaiðkunina saman. Verðið hefur verið um 15-20 evrur (báðar leiðir).

Margir nýta sér google flight til þess að finna besta flugið á besta verðinu. Athugaðu að stundum eru ferðaskrifstofur líka að selja stök flugsæti. T.d. haf Heimsferðir verið með hentugar dagsetningar með beint flug til Chania.

Jógaretreat á Krít – Dagleg dagskrá

Morgunjóga og hugleiðsla (2,5 klst)

Dagurinn hefst á nærandi morgunjóga kl. 8:30 – 11:00 sem byggir á Hatha/Iyengar jógahefðinni. Þessar 2,5 klukkustundir leggja áherslu á:

  • Nákvæmni í líkamsbeitingu og styrkjandi æfingar sem hjálpa þér að ná djúpri tengingu við líkamann og góðri líkamsstöðu sem nýtist þér í daglegu lífi
  • Öndunaræfingar (pranayama) sem stuðla að ró og jafnvægi í taugakerfinu. 
  • Leidd hugleiðsla þar sem við tengjumst núvitund og innri ró, sem undirbýr okkur fyrir daginn framundan.

 

Eftir hugleiðslu gefum við okkur 5–10 mínútur í skrif þar sem við opnum hugann og skráum niður allt sem kemur upp í hugann. Þetta ferli:

  • Hjálpar til við að hreinsa hugann og hjálpar okkur að leysa úr ýmsum vandamálum meðvituðum eða ómeðvituðum.
  • Veitir innsýn í eigin hugsanir og tilfinningar og styrkir tengslin við sjálfið.
  • Er kærkomið tækifæri til sjálfsskoðunar og hugleiðslu í skrifuðu formi.

 

Síðdegis restorative jóga (1,5 klst)

Seinni part dagsins kl. 17:30 – 19:00 er tileinkaður róandi restorative jóga, þar sem við lærum og upplifum:

  • Djúpslökun með stuðningi sem stuðlar að endurnýjun og jafnvægi í líkamanum.
  • Endurhlaða orkubirgðir með því að virkja parasympatíska (sef) taugakerfið.
  • Upplifa djúpa kyrrð og slökun sem hjálpar við að losa um spennu og streitu.

 

Fræðsla um líkamann og taugakerfið

Á meðan á ferðinni stendur verður fræðsla samþætt í jógaiðkunina þar sem við ræðum:

  • Hvernig líkamsstaða, öndun og hreyfing hafa áhrif á líkamlegt og andlegt jafnvægi.
  • Taugakerfið og hvernig jóga, hugleiðsla og meðvituð öndun geta haft jákvæð áhrif á líðan okkar og aukið vellíðan.
  • Raunhæfar leiðir til að innleiða þessar aðferðir í daglegt líf til að draga úr streitu og bæta lífsgæði.

 

Markmið ferðinnar
Með þessari blöndu af virkni, slökun, morgunskriftum og fræðslu er markmiðið að veita þér verkfæri til að bæta líkamlega og andlega líðan, styrkja sjálfsvitund og njóta alls þess sem Krít hefur upp á að bjóða í rólegu og nærandi umhverfi.

Við hlökkum til að sjá þig og fylgja þér í þessari einstöku upplifun! 🧘‍♀️📝✨