Restorative jóga

Pop up tími í sal Einars Jónssonar


Verð:

  • Almennt verð: 7.000 kr.
  • Nemendur á námskeiði: 5.000 kr.

Athugið:

 Mætið tímanlega þar sem það getur verið erfitt að finna bílastæði.

ATH nú er fullt í Pop Up viðburðinn - þú getur skráð þig á biðlista.

Restorative Jóga

Slökun og Endurnæring með Restorative Jóga

Komdu og upplifðu róandi og endurnærandi áhrif Restorative jóga. Þetta er einstakt tækifæri til að endurstilla líkama og huga í friðsælu umhverfi sem stuðlar að djúpri slökun og innri ró. 

Hvað er Restorative Jóga?

Restorative jóga er mild róandi jógaiðkun sem hjálpar þér að ná djúpri slökun og endurnæringu. Í tímunum er notað mikið af stuðningsbúnaði eins og teppum, stólum, pullum, sandpokum og belti til að gera þér kleift að dvelja í algjörri hvíld í hverri stöðu. Þetta gerir þér kleift að sleppa öllum spennu og streitu, og gefur líkamanum tíma og rými til að jafna sig og endurnærast. 

Hverju geturðu búist við í tímum okkar?

Persónuleg Leiðsögn

  • Tveir kennarar: Í hverjum tíma eru oftast tveir kennarar til staðar sem veita þér persónulega leiðsögn og stuðning. Þeir hjálpa þér að finna rétta líkamsstöðu og tryggja að þú fáir sem mest út úr hverri æfingu.
  • Aðlögun að þínum þörfum: Kennararnir okkar eru vandvirkir og leggja mikla áherslu á að aðlaga stöður og æfingar að þínum einstöku þörfum og getu. Þess vegna eru fáir nemendur í hverjum tíma til þess að tryggja að þú fáir sem mest út úr hverjum tíma. 

Notkun Stuðningsbúnaðar

  • Jógasalurinn býður upp á mikið magn af búnaði sem er nauðsynlegur við kennslu á Restorative jóga. Með réttri notkun á búnaðinum getum við séð til þess að þú náir að slaka á og hvílast betur en þú hefur áður þekkt. 

Ávinningur Restorative Jóga

  • Bættur svefn: Djúpslökun hjálpar til við að bæta svefn og eykur almenna endurnæringu líkamans.
  • Minni streita: Regluleg iðkun Restorative jóga getur dregið úr streitu og aukið vellíðan.
  • Aukin orka: Þrátt fyrir að Restorative jóga sé róandi getur það einnig aukið orkustig með því að losa um spennu og endurnýja líkama og huga.

Nánari Upplýsingar

Restorative jógatímar okkar eru tilvalin fyrir alla sem leita að dýpri tengingu við sjálfan sig, hvort sem þú ert nýr í jóga eða vanur iðkandi. Komdu og njóttu nærandi umhverfis þar sem tveir reyndir kennarar hjálpa þér að ná sem mestri slökun og endurheimt.