Við verðum með skemmtilega jógavinnustofu þar sem við lærum að nota jógastóla og bandavegg. Jógastólar eru skemmtileg viðbót sem hjálpar okkur t.d. dvelja lengur í erfiðum stöðum, dýpka stöður og/eða skilja betur hvernig við eigum að beita okkur. Stöðurnar á vinnustofunni eru fjölbreyttar og við fáum að prófa bæða einfaldar og meira krefjandi leiðir til að nota jógastólinn. Við munum meðal annars vinna með Páfuglinn (Pinchamayurasana), bakbeygjur og standandi jógastöður.
Við munum líka vinna með bandavegginn eða Iyengarvegginn eins og hann er oft kallaður. Böndin líkt og stólarnir geta gefið okkur nýja innsýn í jógastöður og hjálpað okkur að opna/og eða halda stöðum lengur. Við munum skoða stöður eins og frambeygjur, höfuðstöðu í böndum, bakbeygjur og jafnvel handstöðu.
Vinnustofan tekur 4 klst. en við gefum okkur góðan tíma til að skoða, skilja og gera jógastöðurnar. Þetta er tími til að kafa dýpra og læra meira. ATH.
Vinnustofan hentar ekki algerum byrjendum í jóga þar sem við erum að bæta við þekkingagrunn sem þú þegar ert með.
Hlökkum til að sjá ykkur.
asana.heilsa@gmail.com
+7741192
Allur réttur áskilin