Vinnustofa með standandi stöður

  • Dagsetning: laugardagur 27. april 2024.
  • Tímasetning: 10:00 -13:00.
  • Staðsetning: Jógasalur Ljósheima, Borgartúni 3.

Velkomin á vinnustofu í standandi stöðum.

Við gerum standandi jógastöður í nánast hverjum tíma en hér munum við fara aðeins dýpra og nálgast stöðurnar frá öðrum sjónarhóli en venjulega.

Við munum nota blokkir, belti og stóla og jógavegginn til þess að hjálpa okkur að bæta þekkinguna og dýpka skilninginn á því sem gerist í líkamanum þegar við gerum þessar stöður. Það getur verið mögnuð breyting á iðkun okkar þegar við áttum okkur á smáatriðunum í hreyfingum líkamans og fáum smá hjálp til að skilja betur. 

Við munum vinna með stríðsmenn, þríhyrning og fleiri standandi stöður.  

Vinnustofan hentar best fyrir vana jóganemendur (sem þekkja helstu jógastöðurnar) og auðvitað jógakennara.

Einungis pláss fyrir 12 einstaklinga á vinnustofunni og kennarar á staðnum eru 2.

 

Skráning á Vinnustofu

27. april 2024 kl. 10:00 - 13:00.
kr 8000 Frítt fyrir nemendur á námskeiði
  • Greiðsluseðill sendur í heimabanka - eða greitt á staðnum.
Fá pláss