Allir Laugardagar Hathajóga

☀️ Laugardagsmorgnar í jafnvægi – Hatha jóga
Á laugardagsmorgnum kl. 10:00–11:15 bjóðum við þér í klassískan Hatha jógatíma þar sem við byggjum upp styrk og mýkt. Við höfum frábæra aðstöðu til jógaiðkunnar bæði bandavegg og allan jógabúnað. 

Tíminn samanstendur af hefðbundnum jógastöðum, öndunaræfingum og slökun. Við gefum okkur tíma í hverja stöðu, vinnum með líkamlega meðvitund og tengingu við andardráttinn.

Þetta er traustur grunnur fyrir alla iðkendur – hvort sem þú ert að byrja eða dýpka þína jógaiðkun – og fullkomin leið til að hefja helgina í góðu jafnvægi.

Velkomin(n) eins og þú ert. 🌞

Frítt fyrir nemendur á námskeiði.

Allir velkomnir verð: kr. 3300.

Athugðið að skráning gildir alltaf fyrir næsta laugardagstíma – ekki er hægt að skrá sig með meira en viku fyrirvara. 

Klippikort 5 tímar (bara laugardagar)

Kaupa stakan tíma

Skráning í laugardagstíma