Sunnudagar Restorativejóga

🌿 Sunnudagslúxus í oddavikum – Restorative jóga með tvöföldum stuðningi
Annan hvern sunnudag (í oddavikum fyrsti tími er 14. september) bjóðum við þér í djúp endurnærandi tíma kl. 17:00–18:30, þar sem líkaminn fær að hvílast, mýkjast og tengjast inn á við – í algjörum lúxus.

Tíminn er leiddur af tveimur kennurum, sem skapa öruggt og nærandi rými þar sem þú færð persónulega aðstoð og athygli. Með hjálpartækjum eins og púðum, teppum og bolstrum styðjum við líkamann í þægilegum og róandi stöðum, sem virka djúpt á taugakerfið.

Fullkominn endapunktur á viku og falleg byrjun inn í þá næstu.
Komdu, leggðu þig – við sjáum um restina. 

Nemendur á námskeiði kr. 2500

Verð kr. 5500

TILBOÐ Í SEPTEMBER 3500

Asana Jóga

Kennararnir

Bríet Birgisdóttir

Jógakennari

Unnur Einarsdóttir

Jógakennari

Alda Pálsdóttir

Forfallakennari