Hvað er Restorative Jóga?
Restorative jóga er mild róandi jógaiðkun sem hjálpar þér að ná djúpri slökun og endurnæringu. Í tímunum er notað mikið af stuðningsbúnaði eins og teppum, stólum, pullum, sandpokum og belti til að gera þér kleift að dvelja í algjörri hvíld í hverri stöðu. Þetta gerir þér kleift að sleppa öllum spennu og streitu, og gefur líkamanum tíma og rými til að jafna sig og endurnærast.
Hvernig er að vera í Restorative jóga?
Það er einstök upplifun að vera í tímanum en tveir kennarar eru á staðnum til þess að hjálpa þér að ná fullkominni slökun. Hlutverk kennarans er að leiðbeina þér í hverri stöðu og aðstoða við að koma jógabúnaðinum rétt fyrir svo þú getir alveg sleppt tökunum. Kennararnir laga t.d. stöðu fóta, koma höndum og höfði rétt fyrir miðað við þinn líkama og þá stöðu sem unnið er með. Við notum þunga sandpoka og kennarararnir aðstoða við að leggja á og/eða taka af þér sandpokana eftir því sem við á. Margir ná mikilli djúpslökun og hvíld, sumir sofna enda er það mjög notaleg tilfinning að láta hlúa svona að sér. Oftast er hljóð í salnum, lítið talað og ekki tónlist enda er áreiti oftast mjög mikið í dagsins önn og gott að njóta kyrrðar. Stundum er þó spilað á gong eða kristalskálar í stutta stund.