Nýtt námskeið hefst 2. apríl 2025

Velkomin á vornámskeið

Jóganámskeið – Vor 2025 

📅 Dagsetning: 2. apríl – 29. maí 2025
🕒 Kennslutímar: Mánudagar & miðvikudagar kl. 16:30–18:00
📍 Staðsetning: Síðumúla 15, 3 hæð. 
💻 Fjarþátttaka: Allir tímar eru einnig í beinu streymi á Zoom og hægt er að horfa á upptöku í allt að 7 daga eftir hvern tíma.

Um námskeiðið
Þetta er 9 vikna jóganámskeið Þar sem tveir reyndir jógakennarar leiðbeina þér með jógastöður, öndun og núvitund. Það sem er einstakt við þetta jóganámskeið eru nákvæmni í leiðbeiningum, tækni sem notuð er í tímunum og notkun á jógabúnaði sem er nýtt fyrir mörgum nemendum. 

Nemendur hafa lýst upplifun sinni  eins og að kennarinn sé túlkur milli huga og líkama, þar sem að aukinn skilningur verður til við að gera æfingarnar á réttan hátt og líkaminn finnur muninn.

Þú verður bara að prufa til að finna 🙂

Kennarar: Briet Birgisdóttir og Unnur Einarsdóttir. Báðir kennarar eru með yfir 10 ára reynslu af jógakennslu. 

Verð: 49.400 fyrir 2 mánuði eða 26000 á mánuði. 

🌿 Komdu og dýpkaðu jógaiðkun þína í skemmtilegum hópi iðkenda. Hlökkum til að sjá þig.

Asana Jóga

Kennararnir

Bríet Birgisdóttir

Jógakennari

Unnur Einarsdóttir

Jógakennari

Alda Pálsdóttir

Forfallakennari