
Join a well-structured and inspiring Iyengar Yoga course suitable for both beginners and more experienced practitioners. Eva Hallbeck teaches with precision, warmth, and professionalism. Classes are held in English (with Icelandic support if needed).

Endurstilltu taugakerfið í hádeginu“ er 4 vikna námskeið sem sameinar rólegt og mjúkt hreyfijóga, Restorative jóga og Jóga Nidra. Námskeiðið er hugsað sem hvati til að hlúa að sjálfum sér þar sem þátttakendur læra að róa taugakerfið, draga úr streituviðbrögðum og efla líkamsvitund, öndun og nærveru

Við hefjum að nýju námskeið fyrir nemendur sem eru vanir að stunda jóga og/eða hafa verið með okkur áður á framhaldsnámskeiðum. Jóganámskeiðin okkar byggja á Hatha jóga en við vinnum með mikla nákvæmni í leiðbeiningum auk þess sem við notum mikið af jógabúnaði. Nemendur á framhaldsnámskeiði þurfa að hafa grunn í bæði höfuð og herðastöðu til að taka skrá sig á framhaldsnámskeið.

Jógatímarnir eru fjölbreyttir og enginn tími er eins. Við kennum Hatha jóga með Iyengaráherslu en það þýðir að kennslan er nákvæm og talsvert er unnið með tækni í jógastöðunum. Nemendur fá góðan tíma til að vinna í hverri stöðu og við notum oft mikið af jógabúnaði til þess að fá meira út úr hverri stöðu. Tveir kennarar eru í hverjum tíma. Kennsla fer fram í Faxafeni 10 - nýjum jógasal. Með mjög góðri aðstöðu til jógaiðkunar.

Jógatímarnir eru fjölbreyttir og enginn tími er eins. Við kennum Hatha jóga með Iyengaráherslu en það þýðir að kennslan er nákvæm og talsvert er unnið með tækni í jógastöðunum. Nemendur fá góðan tíma til að vinna í hverri stöðu og við notum oft mikið af jógabúnaði til þess að fá meira út úr hverri stöðu. Tveir kennarar eru í hverjum tíma. Kennsla fer fram í Faxafeni 10 - nýjum jógasal. Með mjög góðri aðstöðu til jógaiðkunar.

Þetta er hlýlegt, uppbyggilegt og hagnýtt námskeið sem hjálpar þér að skapa meiri ró, orku og gleði í daglegu lífi. Í hverjum tíma sameinum við fræðslu, núvitund og einfaldar æfingar sem styrkja tengsl – bæði við sjálfa þig og umhverfið. Þú lærir að nota verkfæri sem auðvelt er að innleiða strax og sem geta haft mikil áhrif á líðan, jafnvægi og sjálfstraust. Námskeiðið fer fram á mánudögum kl. 13:30–15:00, frá 19. janúar til 11. mars (90 mínútur í senn). Unnið er með skemmtileg heimaverkefni til að dýpka þína eigin reynslu. Ath. námskeiðið er ekki meðferð við sálrænum kvillum en getur verið góð viðbót. Verð: 34.000 kr. Nánari upplýsingar koma fljótlega.