Hatha jóga Stig 2
Dagsetning: 5. janúar 25. mars 2026 (12 vikna námskeið).
Kennslutímar: Mánudagar & miðvikudagar kl. 17:00 – 18:15 (75mín).
Staðsetning: Faxafen 10, 2. hæð.
Námskeiðið er hannað fyrir nemendur sem hafa reynslu af jóga og/eða hafa verið með okkur áður á jóganámskeiðum. Námskeiðin miða við ákveðna þekkingu á stöðum eins og höfuð- og herðastöðu og er ætlast til að nemendur kunni og geti gert þessar stöður sjálfstætt. Ef þú ert vön/vanur en ekki viss hvort þessi jógastíll henti þér – hafðu þá samband.
Jóganámskeiðin okkar miðast við að nemendur nái djúpum skilingi og færni í jóga. Við kennum Hatha jóga en með mikla áherslu á nákvæmni í kennslu og leiðbeiningum sem auka skilning og dýpt í upplifun af jóga.
Kennarar: Briet Birgisdóttir og Unnur Einarsdóttir. Báðir kennarar eru með yfir 10 ára reynslu af jógakennslu og mörg jóganám að baki.
Verð: kr. 75.000 með eingreiðslu eða kr. 25.900 á mánuði.
Komdu og dýpkaðu jógaiðkun þína í skemmtilegum hópi iðkenda. Hlökkum til að sjá þig.