Jóga hlédrag í Malaga

Jógahlédrag í Malaga, Spáni 2027

Velkomin í Santillan Retreat – paradís fyrir líkama og sál

Santillan Retreat er glæsilegt andalúsískt sveitasetur, fullkomið fyrir þá sem vilja slaka á, hlaða batteríin njóta þess að iðka jóga og hlúa að sjálfum sér.

Staðsett í aðeins 35 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum í Malaga, býður Santillan upp á fallega umgjörð þar sem náttúran er í forgrunni.

Hér opnast útsýni til fjalla og sjávar, og yfir allt svæðið ríkir róandi og nærandi andrúmsloft. Allt er til staðar til að skapa einstaka upplifun:

  • Gistiaðstaða í hæsta gæðaflokki

  • Ljúffengar og nærandi máltíðir

  • Glæsileg aðstaða til jógaiðkunnar – bæði inni og úti

  • Heillandi útisvæði með saltvatnssundlaug þar sem hægt er að njóta og slaka í spænsku sólinni

Við bjóðum upp á jógaferð dagana 3.–9. október 2027, þar sem þú færð tækifæri til að dýpka þína iðkun, slaka á í fallegu umhverfi og leyfa líkamanum og huganum að endurnærast.

Verð verða kynnt síðar, en hægt er að skrá sig núna til að tryggja sér pláss í þessari einstöku paradís sem fyllist hratt.

Ef þú vilt upplifa ró, fegurð og vellíðan – þá er Santillan Retreat staðurinn fyrir þig.