Velkomin í dásamlegt restorative jóga (hvílandi jóga) sunnudaginn 23. nóvember kl. 17:00- 18:30.
Dásamleg leið til að enda helgina á kyrrð og slökun sem endurnærir hverja frumu líkamans.
Hvað er Restorative jóga?
Restorative jóga (endurnærandi jóga) er mild og róandi jógaiðkun sem miðar að því að endurheimta jafnvægi í líkama og huga. Restorative jóga snýst ekki um að teygja eða styrkja heldur að slaka djúpt á, virkja sef taugakerfið (parasympatíska taugakerfið) og skapa innri frið og endurheimt.
Restorative jóga (endurnærandi jóga) er mild og róandi jógaiðkun sem miðar að því að endurheimta jafnvægi í líkama og huga. Restorative jóga snýst ekki um að teygja eða styrkja heldur að slaka djúpt á, virkja sef taugakerfið (parasympatíska taugakerfið) og skapa innri frið og endurheimt.
Að gefa líkamanum tækifæri til að hvílast og jafna sig — bæði líkamlega og andlega. Þetta er eins og að “endurstilla” taugakerfið.
Í hverjum tíma eru fáar stöður framkvæmdar – yfirleitt 4–6.
Allar stöðurnar eru hvílandi og passívar, og hverri þeirra er haldið í 5–20 mínútur.
Líkaminn er vel studdur með teppum, bólstrum, beltum, stólum og kubbum, svo hann geti slakað alveg á án þess að halda spennu.
Kennarar (oftast tveir) aðstoða þig við að koma þér fyrir, og stundum eru notaðir þungir sandpokar til að dýpka hvíldina og auka jarðtengingu.
Kennarar (oftast tveir) aðstoða þig við að koma þér fyrir, og stundum eru notaðir þungir sandpokar til að dýpka hvíldina og auka jarðtengingu.
Lögð er áhersla á djúpan, náttúrulegan andardrátt.
Stundum er notuð leiðsögn í öndun, líkamsvitund eða hugleiðslu til að dýpka slökunina.
Kennarar eru Bríet Birgisdóttir og Unnur Einarsdóttir – báðar með langa reynslu við að kenna jóga.
(mynd frá Svejar Yoga).