Mjúkt jóga og slökun í hádeginu – námskeið (4 vikur).
Dagsetning: 5. janúar – 28. janúar 2026 (4 vikur) auk þess sem þú getur mætt í opinn tíma á laugardögum.
Kennslutímar: Mánudagar & miðvikudagar kl. 12:00 – 13:00.
Staðsetning: Faxafen 10, 2. hæð.
Á meðan á námskeiðinu stendur geta þátttakendur einnig mætt í opna tíma á þriðjudögum (Hatha jóga), föstudögum (slökun) og laugardögum (Hatha jóga) sér að kostnaðarlausu.
“Endurstilltu taugakerfið í hádeginu“ er 4 vikna námskeið sem sameinar rólegt og mjúkt hreyfijóga, Restorative jóga og Jóga Nidra. Námskeiðið er hugsað sem hvati til að hlúa að sjálfum sér þar sem þátttakendur læra að róa taugakerfið, draga úr streituviðbrögðum og efla líkamsvitund, öndun og nærveru.
Hver tími samanstendur af mjúkum liðkandi æfingum, slökunarvinnu og leiddri hugleiðslu. Áhersla er á að kenna aðferðir sem þátttakendur geta nýtt í daglegu lífi til að efla orkustjórnun, bæta svefn, draga úr álagi og styðja við andlega og líkamlega endurheimt.
Kennarar: Briet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, lýðheilsufræðingur og jógakennari.
Verð: kr. 24.900.
Komdu og dýpkaðu jógaiðkun þína í skemmtilegum hópi iðkenda. Hlökkum til að sjá þig.