Bríet er hjúkrunarfræðingur og líðheilsufræðingur, með djúpan áhuga á heildrænni heilsu, vellíðan og tengingu líkama og hugar.

Hún hefur lokið víðtæku jóganámi hjá virtum kennurum og skólum bæði á Norðurlöndum og í Ástralíu:

  • Yoga Works 200 tíma kennaranám – Osló, 2015

  • Yoga Works 300 tíma framhaldsnám – Stokkhólmi, 2017

  • Yoga Mind með Glenn Cersoli250 tíma nám í Iyengar jóga, Ástralía, 2019

  • Hi Yoga 85 tíma nám í meðgöngujóga hjá Cathrine Mathiesen, 2016

  • Yin Yogaþrjú 30 tíma námskeið hjá Yoga Wise með David Kim, 2018, 2019 og 2020

  • Núverandi nemandi hjá Brigittu Tummon, Iyengar-jóga kennara í Osló

Bríet hefur einnig starfað sem:

  • Aðstoðarkennari í 200 tíma kennaranámi Yoga Works – 2018 og 2019

  • Aðstoðarkennari í Yin jóga kennaranámi með David Kim

Auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða og vinnustofa með virtum kennurum, þar á meðal Donnu Farahi, Farek Biri (Iyengar Yoga) og Dice Iida-Klein.

Bríet er eigandi Asana jóga þar sem hún kennir Hatha jóga með áherslu á kennslu sem hlúir að líkama og huga, byggða á nákvæmni, ró og djúpri líkamsvitund.