Bríet Birgisdóttir – Jógakennari
Bríet er reyndur jógakennari sem kennir með hlýju, nákvæmni og einlægri trú á umbreytandi kraft jógans. Hún leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi rými þar sem iðkendur geta unnið með líkama sinn, andardrátt og huga í rólegum en markvissum skrefum.

Í kennslu sinni nýtir Bríet aðferðir úr Iyengar jóga, sem einkennist af mikilli nákvæmni í stöðum, notkun jógabúnaðar til að aðlaga æfingar að þörfum hvers og eins, og kerfisbundinni nálgun sem styrkir bæði líkama og hug. Hún hefur kennt jóga í yfir 10 ár og á að baki nær 2000 tíma í kennslréttindum í ýmsum jógafræðum.  Hún leggur áherslu á að þátttakendur finni jafnvægi milli styrks og mýktar, einbeitingar og slökunar.

Bríet kennir bæði hópatíma, vinnustofur og jóganámskeið – heima og erlendis – og leiðir árlega vinsæl jóga- og vellíðunarretreat í Grikklandi. Hún brennur fyrir því að hjálpa fólki að tengjast sjálfu sér á dýpri hátt, bæta líkamlega heilsu sína og auka vellíðan í daglegu lífi.