Grunnnámskeið í jóga

Grunnnámskeið í jóga 4 vikur 

📅 Dagsetning: 5. janúar  – 28. janúar 2026 (4 vikur). 

🕒 Kennslutímar: Mánudagar & miðvikudagar kl. 20:00 – 21:00.
📍 Staðsetning: Faxafen 10, 2. hæð. 

Námskeiðið

Námskeiðið er hannað fyrir byrjendur í jóga sem leita að betri líðan á sál og líkama. Hentar frábærlega fyrir alla sem vilja fara varlega og fá góða leiðsögn. Við leggjum mikla áherslu á að gefa nemendum góða hvíld í lok hvers tíma. Jóganámskeiðin okkar miðast við að nemendur nái djúpum skilingi og færni í jóga. Við kennum Hatha jóga en með mikla áherslu á nákvæmni í kennslu og leiðbeiningum sem auka skilning og dýpt í upplifun af jóga.

Jógasalurinn okkar býður upp á fullkomna aðstöðu til að iðka jóga með öllum þeim búnaði sem styður við þinn líkama. Við notum bandavegg, teppi, blokkir, stóla, bolstra og margt fleira til að gera þína iðkun dásamlega.

Kennari: Briet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur með yfir 10 ára reynslu af jógakennslu.

Verð: kr. 25.900 á mánuði.

🌿 Komdu og dýpkaðu jógaiðkun þína í skemmtilegum hópi iðkenda. Hlökkum til að sjá þig.