Praktískar upplýsingar

Innifalið í verði

  • Gisting 7 nætur.
  • morgunmatur 7 morgna Kvöldmatur 5 kvöld
  • Dagleg hugleiðsla, yoga 2x á dag (nema fyrsta og síðasta dag – þá 1x)
  • Aðgengi að yogasal og búnaði
  • Skipt á lökum x1 (fyrir þá sem gista í jógahúsinu)
  • Aðgengi að eldhúsi og möguleiki á að fá að þvo þvott í þvottavél
  • Handklæði og strandhandklæði

Ekki innifalið í verði

  • Flug (ath. mögulega er þörf á auka gistingu vegna millilendinga þar sem ekki er víst að hægt sé að fá beint flug)
  • Ferðir til/frá flugvelli
  • 2 kvöldverðir á veitingastöðum
  • kostnaður við leigubíla/rútur
  • Kostnaður við skoðunarferðir (leigubílar og aðgangur að t.d. Imbros gljúfri)
  • Annar matur en það sem er boðið upp á
  • Við höfum venjulega safnað saman þjórfé fyrir kokkinn okkar – það er auðvitað ekki skylda en við höfum verið svo ánægð með matinn að allir hafa viljað bjóða þjórfé í lokin.

Flestir  flúga til Chania og gista þar í eina eða fleiri nætur. Við höfum venjulega fengið minibus til að sækja okkur í Chania til að keyra okkur yfir til Hora Sfakia. Aksturinn tekur um 1,5 klst.  Mjög falleg leið yfir fjöllin og góð leið til að kynnast aðeins áður en við hefjum jógaiðkunina saman. Verðið hefur verið um 15-20 evrur (báðar leiðir).

Margir nýta sér google flight til þess að finna besta flugið á besta verðinu. Athugaðu að stundum eru ferðaskrifstofur líka að selja stök flugsæti. T.d. haf Heimsferðir verið með hentugar dagsetningar með beint flug til Chania.

Skilmálar