Opnir tímar

Opnir tímar í desember

Við bjóðum upp á fjölda tíma í desember. Þeim fjölgar þegar námskeiðunum líkur. Kjörið tækifæri til að koma og prófa jóga hjá okkur eða til að halda áfram að iðka fram að næsta námskeiði. Hjartanlega velkomin öll.

Restorative jóga

Restorative jóga (endurnærandi jóga) er mild og róandi jógaiðkun sem miðar að því að endurheimta jafnvægi í líkama og huga. Restorative jóga snýst ekki um að teygja eða styrkja heldur að slaka djúpt á, virkja sef taugakerfið (parasympatíska taugakerfið) og skapa innri frið og endurheimt.

1

FRÍTT í þriðjudagshádegi

Fríir hádegistímar á þriðjudögum í nóvember Indverska sendiráðið býður upp á frítt jóga í hádeginu á þriðjudögum. Velkomin í tímann sem er kl. 12 -13 alla þriðjudaga í nóvember. Ath. þú þarft að skrá þig í tímann.

Opnir tíma í desember

Þegar námskeiðum haustsins lýkur bjóðum við öllum sem vilja kíkja til okkar að koma í tíma.