Jóganámskeið, stig1. hefst 10. nóvember 2025

Hatha jóga stig 1

Framhaldsnámskeið, stig 1. (4 vikur). 

📅 Dagsetning: 10.nóvember  – 3. desember 2025 (4 vikur) auk þess sem þú getur mætt í opinn tíma á laugardögum.  

🕒 Kennslutímar: Mánudagar & miðvikudagar kl. 18:45 – 20:00.
📍 Staðsetning: Faxafen 10, 2. hæð. 

Námskeiðið er hannað fyrir jóganemendur sem hafa lokið byrjendanámskeiði í jóga. Þar sem fleiri stöður verða kenndar og kennsla miðast við að byggja ofaná þann grunn sem þegar er kominn. Námskeiðið hentar frábærlega fyrir alla sem vilja fara varlega og fá góða leiðsögn. Byrjendur geta líka komið á námskeiðið. Við leggjum mikla áherslu á að gefa nemendum góða hvíld í lok hvers tíma. Jóganámskeiðin okkar miðast við að nemendur nái djúpum skilingi og færni í jóga. Við kennum Hatha jóga en með mikla áherslu á nákvæmni í kennslu og leiðbeiningum sem auka skilning og dýpt í upplifun af jóga. 

Kennarar: Briet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og Unnur Einarsdóttir nuddari. Báðir kennarar eru með yfir 10 ára reynslu af jógakennslu. 

Verð: kr. 26.000. 

🌿 Komdu og dýpkaðu jógaiðkun þína í skemmtilegum hópi iðkenda. Hlökkum til að sjá þig.

Velkomin á byrjenda námskeið í jóga

Asana Jóga

Kennararnir

Bríet Birgisdóttir

Jógakennari

Unnur Einarsdóttir

Jógakennari

Alda Pálsdóttir

Forfallakennari