☀️ Laugardagsmorgnar í jafnvægi – Hatha jóga
Á laugardagsmorgnum kl. 10:00–11:15 bjóðum við þér í klassískan Hatha jógatíma þar sem við byggjum upp styrk, mýkt og ró í gegnum rólega en kraftmikla æfingu.
Tíminn samanstendur af hefðbundnum jógastöðum, öndunaræfingum og slökun. Við gefum okkur tíma í hverja stöðu, vinnum með líkamlega meðvitund og tengingu við andardráttinn.
Þetta er traustur grunnur fyrir alla iðkendur – hvort sem þú ert að byrja eða dýpka þína jógaiðkun – og fullkomin leið til að hefja helgina í góðu jafnvægi.
Velkomin(n) eins og þú ert. 🌞
Frítt fyrir nemendur á námskeiði.
Verð: kr. 3300
TILBOÐ Í SEPTEMBER kr. 2000