Kynningartími fyrir vana jóganemendur

  • Dagsetning: Miðvikudagur 14. ágúst 2024.
  • Tímasetning: 17 – 18:30.
  • Staðsetning: Jógasalur Ljósheima, Borgartúni 3.

Velkomin í kynningartíma fyrir vana nemendur í jóga sem hafa áhuga á að vera með á 3. mánaða námskeiði haustsins.

Bríet og Unnur hafa haldið vinsæl námskeið í jóga þar sem lögð hefur verið áhersla á vandaða kennslu í jóga. 

Við erum því að bjóða upp á tvískipt námskeið – annars vegar fyrir byrjendur og hins vegar fyrir vanari nemendur. 

Kynningin sem hér um ræðir er fyrir vananemendur sem ýmist hafa verið með okkur áður á námskeiði eða eru með góðar undirstöður í jóga.

Þessi kynningartími er til þess að þú fáir upplýsingar um kennara námskeiðsins, kennsluaðferðir og markmið kennslunnar. Námskeiðin vara í 3 mánuði og eru því talsverð skuldbinding og gott er að vita að hverju þú ert að ganga.

Við munum meðal annars vinna með handstöður, höfuðstöður og herðastöður í þessum tíma (upprifjun á tækni).

Við bjóðum þér að vera með okkur í 90 mínútur þar sem við gerum nokkrar vel valdar jógastöður með ykkur og leiðum að lokum alla í góða slökun.

Kynningartíminn kostar kr.3500 (ef þú ert skráð/ur á námskeiðið er hann ókeypis).

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Hlökkum til að sjá þig.