Vinnustofur

Vinnustofa: Krákur, eldflugur og páfuglar verða viðfangsefni vinnustofunnar.

 

📅 Fimmtudagur 31. október

🕕 kl. 18:30 – 21:30
📍 Ljósheimar, Borgartúni 3

🌟 Ertu tilbúin/n að taka jógaiðkunina þína á næsta stig? 🌟
Komdu á spennandi vinnustofu þar sem við munum kafa djúpt í ýmsar upp niður stöður og undirbúning fyrir þær! 🧘‍♀️✨


Á þessari vinnustofu munum við:

  • 🤸‍♀️ Æfa okkur í að gera krákuna (bakasana)
  • 🦋 Prófa stöður eins og eldfluguna (tittibasana) með skemmtilegum aðferðum
  • 🔄 Snúa okkur á hvolf og æfa handstöðu og framhaldlegsstöðu (Pincha mayurasana)
  • 🪑 Nota stóla, bandavegginn, pullur og belti til að styðja við okkur.
  • 🤝 Sumt verður gert í samvinnu – tveir eða fleiri nemendur vinna saman
  • 🧠 Blanda af fróðleik og skemmtun 🥳

🎃 Það er Halloween! Velkomið að mæta í búning 👻 (en engin skylda).

Þessi vinnustofa er fullkomin fyrir þig sem hefur æft Iyengarjóga áður eða ert forvitin/n um hvernig slík iðkun fer fram. Iyengarjóga leggur áherslu á tækni og nákvæmni, með notkun á ýmsum búnaði til að dýpka iðkunina. 🧘‍♂️💪


🔶 Vinnustofan er ekki fyrir algjöra byrjendur en hentar þeim sem hafa góðan grunn í jóga og vilja bæta sig í jafnvægi og upp niður stöðum.

Engin krafa um að þú getir staðið stöðurnar – þetta er tækifæri til að læra í öruggu og styðjandi umhverfi með skemmtilegu fólki. 😊🌿


💰 Verð:

  • 8.000 kr. fyrir utanaðkomandi nemendur
  • 👥 Frítt fyrir alla sem eru á framhaldsnámskeiði hjá okkur

Skráðu þig og komdu með í ævintýri á dýnunni! ✨

Skráning á vinnustofuna