Námskeið & vinnustofur

Jóganámskeið

Jógatímarnir eru fjölbreyttir og enginn tími er eins. Við kennum Hatha jóga með Iyengaráherslu en það þýðir að kennslan er nákvæm og talsvert er unnið með tækni í jógastöðunum. Nemendur fá góðan tíma til að vinna í hverri stöðu og við notum oft mikið af jógabúnaði til þess að fá meira út úr hverri stöðu. Við bjóðum nú upp á tvo hópa, fyrir vana nemendur og byrjendur í jóga. Boðið er upp á Restorative jóga á föstudögum - bóka þarf sérstaklega í þá tíma. Næsta námskeiðalota hefst í september.

Vinnustofur

Við höldum skemmtilegar vinnustofur nokkrum sinnum á ári. Á vinnustofum æfum við höfuðstöður og ýmsar útgáfur af herðastöðu og öðrum jógastöðum sem getur verið gagnlegt að læra vel áður en maður fer að iðka þær mikið. Þú lærir um anatómíu skemmtilegar aðferðir við að nota jógabúnað eins og stóla, bönd í veggjum, pullur og belti svo eitthvað sé nefnt. Vinnustofur eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Jógakennarar geta líka lært mikið á þessum vinnustofum.