Jóganámskeið fyrir byrjendur hefst 13. október 2025

Velkomin á byrjenda námskeið í jóga

Byrjendanámskeið 4 vikur

📅 Dagsetning: 13 . október  – 5. nóvember 2025 (4 vikur) auk þess sem þú getur mætt í opinn tíma á laugardögum.  

🕒 Kennslutímar: Mánudagar & miðvikudagar kl. 18:45 – 20:00.
📍 Staðsetning: Faxafen 10, 2. hæð. 

Námskeiðið er hannað fyrir byrjendur í jóga sem leita að betri líðan á sál og líkama. Hentar frábærlega fyrir alla sem vilja fara varlega og fá góða leiðsögn. Við leggjum mikla áherslu á að gefa nemendum góða hvíld í lok hvers tíma. Jóganámskeiðin okkar miðast við að nemendur nái djúpum skilingi og færni í jóga. Við kennum Hatha jóga en með mikla áherslu á nákvæmni í kennslu og leiðbeiningum sem auka skilning og dýpt í upplifun af jóga. 

Kennarar: Briet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og Unnur Einarsdóttir nuddari. Báðir kennarar eru með yfir 10 ára reynslu af jógakennslu. 

Verð: kr. 26.000. 

🌿 Komdu og dýpkaðu jógaiðkun þína í skemmtilegum hópi iðkenda. Hlökkum til að sjá þig.

Asana Jóga

Kennararnir

Bríet Birgisdóttir

Jógakennari

Unnur Einarsdóttir

Jógakennari

Alda Pálsdóttir

Forfallakennari