
Velkomin með á jóganámskeið á Zoom
það er frábær viðbót að geta komist í góða jógatíma á Zoom.
Tímarnir eru kenndir í jógasal Yoga&Heilsu og eru í beinu streymi, eftir tímann er upptaka send til allra sem eru skráðir á námskeiðið. Þú getur ýmist verið með í beinu streymi eða horft á upptökuna þegar þér hentar. Þú hefur 7 daga til að nýta þér upptökuna eftir hvern tíma.
Ef þú getur verið með í beinu streymi viljum við endilega að þú hafir kveikt á myndavélinni svo við getum gefið þér leiðbeiningar heima.
Hægt er að kaupa einn mánuð í senn sem kostar kr. 15000 (eða minna en 1800kr hver tími). Tveir kennarar eru á staðnum hverju sinni,
Kennsla á Zoom fer fram á eftirfarandi dögum/tímum:
- Mánudagar kl: 16:30 – 18:00 (90 mín).
- Miðvikudagar kl. 16:30 – 18:00 (90 mín).
Fyrir iðkendur á Zoom, gott er að hafa jógadýnu, jógakubba, 3 teppi, jógabelti og stól.
Við kennum eftir Iyengarstíl sem þýðir að við höldum stöðum aðeins lengur og gefum mjög ýtarlegar leiðbeiningar í hverri stöðu. Við vinnum oft með höfuð og herðastöðu en leggjum áherlsu á að slíkar stöður séu aðeins iðkaðar ef þú hefur reynslu af þeim. við bjóðum upp á aðrar útgáfur ef þú þarf á að halda.