🌙 Föstudagsslökun með Restorative jóga
Gefðu þér andartak í kyrrð og næringu áður en helgin hefst.
Annan hvern föstudag (í oddavikum), frá og með 12. september, bjóðum við upp á restorative jógatíma kl. 12:00–12:50, þar sem við gefum líkamanum tækifæri til að losa um spennu og endurhlaða orkuna.
Við vinnum með púða, teppi og önnur hjálpartæki sem styðja við líkamann í djúpri slökun – þar sem ekkert þarf að “gera”, aðeins að leyfa.
Fullkomin byrjun á helginni. Komdu eins og þú ert – og farðu róleg(ur) og endurnærð(ur) út í daginn. 🌿
Frítt fyrir nemendur á námskeiði.
Verð: kr. 3300
TILBOÐ Í SEPTEMBER kr. 2000